Októberfest - meira
1. bjórsmökkun 17:30 - 5 tegundir af bjór og endað á Duvel sem ég gaf 10 í einkunn, enda besti sterki bjórinn á markaðinum og jafnframt sá margbreytilegasti og skemmtilegasti og .....bla bla bla
2. Spurningakeppni (20 spurningar) ég fékk 7/20 sem mér finnst nú ekkert mjög slæmt þar sem að spurningarnar voru miðaðar við þá sem voru komnir á sextugs aldurinn, þe.. spurt um 3 veðurstofustjórann og þessháttar
3. Matur. Puslsur af ýmsum gerðum ásamt meðlæti sem endist allt kvöldið (ostar og fínerí)
4. Tónlist (ég kom með magnarann minn og við hann er tengd fartölva og geislaspilari)
5. Taumlaus drykkja og ball fram eftir kvöldi, jæks klukkan er bara 22:20 og við sem eigum svo mikið eftir að drekka, hvernig endar þetta eiginlega?
|