Myndavél
Keypti mér loksins Canon EOS-20D vélina fyrir helgi og það er óhætt að segja að þessi vél er alveg ótrúleg. Hef reyndar ekki prófað hana nægilega vel en vonandi koma inn myndir hingað fljótlega.
Við Sonja kíktum síðan í BECO áðan og keyptum tösku fyrir vélina sem rúmar líka um 6 linsur ásamt öðru aukadóti og einnig keyptum við betri hálsól.
|