Konan í kringlunni 
Fór aftur að hitta konuna í kringlunni.  Í þetta sinn sprautaði hún mig bara smá og ég hallaði mér bara aftur og svo tróð hún nokkrum tækjum upp í mig og svo stuttu síðar gekk ég í burtu.  Eftir þetta leið mér samt svo undarlega að ég fór bara heim og lagði mig í smá stund, en vinstra augað á mér var allt dofið og ég var kominn með sama kæk og Dreyfus í Bleika pardusnum.
 Nú er ég allur að koma til og mættur í vinnuna aftur, enda nóg að gera.  
	 |