miðvikudagur, nóvember 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Mulningsvél
Ég og Sonja fáum væntanlega tölvuna sem við vorum að kaupa okkur í dag eða á morgun. Þetta er sannkölluð mulningsvél en hún er Pentium 4 3 ghz, 2 gb í minni, 256 mb minni á skjákorti og 400 gb diskapláss. Þessi vél ætti að vera mögnuð í photoshop vinnslu og tölvuleikjum (spurning að spila Half Life 2 og Quake 3 þegar þeir koma). Fékk afslátt hjá Tölvulistanum vegna þess að ég lenti í veseni með þjónustu hjá þeim í vor og vonandi verður þjónusta þeirra betri núna. Við keyptum bara tölvuna sjálfa, þ.e. engan skjá, lyklaborð og stýrikerfi því við eigum allt þetta júnxbúnx.
    
til hamingju. Nú verðum við bara að taka einhvern tíma frá fyrir tölvutengingarleiki og markmiðið er að sjálfsögðu að ráðast á Pálma og svo verður Jói að sjálfsögðu að drekka minnst eina rommflösku á meðan leiknum stendur (spurning hvort við getum ekki leigt íbúðina á Laugaveginum til að fullkomna þetta)
14:29   Blogger Hjörleifur 

Spurning að taka eitthvað svona leikjasession um jólin þó að það séu fáir frídagar þá (maður er alltaf betur stemmdur í svona vitleysu þá)?
15:14   Blogger Joi 

já, best að gera þetta um jólaleitið, þá er maður hvort eð er í afslöppunarfílíng
16:11   Blogger Hjörleifur 

Ég var einmitt að fá mér nýtt skjákort, er reyndar ekki nema 128 mb minni - er líka tv-out kort. Spenntur að fara með þetta heim og prófa þar sem nokkrir tölvuleikirnir sem ég fékk gengu ekki á gamla skjákortinu.

Í lokin vil ég segja til hamingju með nýja tryllitækið..
16:38   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar