Mulningsvél 
Ég og Sonja fáum væntanlega tölvuna sem við vorum að kaupa okkur í dag eða á morgun.  Þetta er sannkölluð mulningsvél en hún er Pentium 4 3 ghz, 2 gb í minni, 256 mb minni á skjákorti og 400 gb diskapláss.  Þessi vél ætti að vera mögnuð í photoshop vinnslu og tölvuleikjum (spurning að spila Half Life 2 og Quake 3 þegar þeir koma).  Fékk afslátt hjá Tölvulistanum vegna þess að ég lenti í veseni með þjónustu hjá þeim í vor og vonandi verður þjónusta þeirra betri núna.  Við keyptum bara tölvuna sjálfa, þ.e. engan skjá, lyklaborð og stýrikerfi því við eigum allt þetta júnxbúnx.
  
|      | 
   
     
   
      
       
         til hamingju.  Nú verðum við bara að taka einhvern tíma frá fyrir tölvutengingarleiki og markmiðið er að sjálfsögðu að ráðast á Pálma og svo verður Jói að sjálfsögðu að drekka minnst eina rommflösku á meðan leiknum stendur (spurning hvort við getum ekki leigt íbúðina á Laugaveginum til að fullkomna þetta) 
      
         14:29   Hjörleifur   
      
   
      
       
         Spurning að taka eitthvað svona leikjasession um jólin þó að það séu fáir frídagar þá (maður er alltaf betur stemmdur í svona vitleysu þá)? 
      
         15:14   Joi   
      
   
      
       
         já, best að gera þetta um jólaleitið, þá er maður hvort eð er í afslöppunarfílíng 
      
         16:11   Hjörleifur   
      
   
      
       
         Ég var einmitt að fá mér nýtt skjákort, er reyndar ekki nema 128 mb minni - er líka tv-out kort.  Spenntur að fara með þetta heim og prófa þar sem nokkrir tölvuleikirnir sem ég fékk gengu ekki á gamla skjákortinu.
  Í lokin vil ég segja til hamingju með nýja tryllitækið.. 
      
         16:38   Árni Hr.   
      
   
     |   
	 |