Tennis 
Ég og Haukur mættum í tennisinn í gær og ætlaði Haukur sér stóra hluti.  Fyrri leikurinn tók aðeins 20 mínútur og var nokkuð jafnt á tölum upp í 2-2, en þá kom slæmur kafli hjá Hauki og komst ég í 5-2 , svo en þá átti hann kombakk og náði 5-3, en ég tók síðustu lotuna og vann 6-3.  Við drifum okkur því í næsta leik og nú var Haukur staðráðinn í að vinna þann leik fljótt og ná svo 3 leiknum og vinna þennan dag.  Eftir að hann var kominn í 3-1 leist mér nú ekki á þetta og vann því næstu 3 leiki og breytti stöðunni í 4-3 mér í vil.  En þá kom slæmur kafli hjá mér og á síðustu mínútunni tókst Hauki að vinna þetta 6-4.  Seinni leikurinn tók því um 40 mínútur og ekki pláss fyrir 3 leikinn og varð því niðurstaðan eftir daginn 1-1.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Andskotinn - þú átt að geta malað þennan spjátrung.  Núna er ljóst að Sigurður og Haukur þurfa að kaupa farandbikar sem við Hjölli fáum núna um áramótin. 
      
         12:09   Joi   
      
   
      
       
         Ég vil nú benda á að undirritaður er nú ósigraður með Hjöllanum í liði á móti Hauki - enda er ég búinn að drekka ókeypis síðan  :) 
      
         13:17   Árni Hr.   
      
   
   |   
	 |