Eldgosavinna 
Búið að vera nóg að gera og ég er bara orðinn dauðþreyttur og ætla að fara heim og hvíla mig.  Nú er gosið í brjálæðislega litlu gangi, en er þó í gangi, bara ekki eins mikið og það var í byrjun.  Gosstrókurinn er það lítill núna að hann kemur ekki lengur fram á radarnum (þarf að vera 7-8 km hár til þess) og samkvæmt sjónarvottum á Skeiðarársandi sjást nú bara einhverjir litlir bólstrar upp á jökli.  Hlaupið í ánni er svo gott sem búið og allt að verða rólegt.  Sem kemur sér vel því á morgunn er októberfest og ég ætla nú ekki að missa af því.
 Skelli hér einum (jafnvel tveimur) link með, en á  þessari síðu sjást greinileg tengsl milli hæðar gosstróksins og eldinga.  Svo þegar að gosstrókurinn hættir að sjást á radarnum þá má enn greina hann á  kortinu yfir eldingarnar  
	 |