miðvikudagur, nóvember 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Jakkaföt og hringur
Ægir frændi var að kaupa sér jakkaföt sem eru svipuð og bláu flauelisjakkafötin mín þannig að við ætlum að vera eins um jólin. Hann var líka að fá sér hring í eyrað þannig að það er spurning hvort ég hermi eftir honum.

Vonandi kemur myndavélin úr viðgerð á morgun en þeir ætla að grófstilla fókusinn fyrir mig en fá síðan ekki fókusspjald fyrir vélina fyrr en eftir 3-4 vikur þannig að hún verður að duga með fókusinn grófstilltann.

Er ekki komið að næstu ljósmyndakeppni Slembara? Spurning að hafa keppnina mjög þrönga í þetta skiptið og taka þema eins og t.d. styttur, hnífapör, kirkja eða eitthvað slíkt sem gerir keppnina þrengri en hún var síðast. Einnig er spurning að hafa keppnina þannig að menn megi taka mynd í öllum desember og þemað er jólin? Pálmi stjórnaði þessu síðast og hann og Hjölli ættu kanski að stjórna keppninni saman núna. Ég ætti kannski ekki að vera með þannig að hinir eigi einhvern möguleika?

Að lokum langar mig til að biðja Hauk um að vera duglegri við að setja inn comment á síðuna okkar.
    
Af síðustu 12 færslum á Jóhann 10 - fussum svei!
09:29   Blogger Sonja 

Algjört monolog.
10:58   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar