Myndavélahelgi
 Er búinn að vera að taka myndir og leika mér í photoshop alla helgina.
Afraksturinn er á smugginu, en best að setja eina mynd með, en þetta er eins og allir sjá tannburstinn minn. En ég er alltaf hjá tannsa núna, eins og komið hefur fram í síðustu blöggum, en það er ef einhver hefur ekki verið búinn að fatta það að það er "konan í kringlunni". Heimstótti hana í dag og hún hafði af mér tæpar 20000 krónur. Held að ég sé ekkert að fara að kaupa mér sjónvarp strax. Hver þarf líka sjónvarp í svartasta skammdeginu, það er svo margt hægt að gera, t.d. horfa á dvd í tövunni.
Svo er tennis í kvöld og mun ég etja kappi við Hauk hinn ógurlega. Best að drífa sig þá heim í andlega íhugun og snæða einhverja hollustubita til að vera tilbúinn undir átökin.
|
Mjög vel heppnuð mynd hjá þér Hjörleifur!
19:58 Joi
|
|