Mótorhjól
Hef lengi verið að velta fyrir mér að kaupa mér crossara, fékk tilboð um daginn í gegnum Bubba að kaupa hjól sem kostar 550 þús (raunvirði um 870 þús). Síðan þyrfti ég að kaupa galla sem kostar um 150 þús og gæti því átt krossara og græjur fyrir um 700 þús.
Nú er ég virkilega að pæla í þessu þar sem mér vantar góða aðferð til að fá útrás, ekki má ég víst fá hana í fótbolta þar sem menn segja að ég sé bara tapsár að því að ég vil vinna alla leikina :)
En hvort ég eigi að fara í þetta veit ég ekki, er mjög tvístígandi, þetta tekur að sjálfsögðu tíma og er tiltölulega hættulegt, t.d. er Gísli nú brotinn því hjálmurinn hans skaust í bein og tvíbraut það.
|
Það er engin íþrótt hættulaus og menn eru alltaf að brotna og togna og vera slappir til langstíma í fótboltanum. Ef maður ætlar að lifa bara rólegheitar lífi slysalaust þá á maður bara að einbeita sér að skák, en það er bara erfiðara að fá líkamlega útrás í því, nema að breyta reglunum. Það er ekkert hættulegra að stunda mótorhjólaíþróttir heldur en skíði, fallhlífarstökk eða rússneska rúlletu (veit reyndar ekki hvort að það síðastnefnda flokkist undir íþróttir, væri samt gaman að sjá þetta sem sýningargrein á ólympíuleikunum). Svo ef þú hefur áhuga á því að byrja í þessu og þú hefur efni á því (alltaf hægt að selja hjólið aftur ef þú hættir) þá skaltu bara gera þetta.
11:32 Hjörleifur
Þú segir nokkuð - er þetta ekki erfið íþrótt sem hætta er á meiðslum, þ.e. fyrir viðkvæman líkama? ;-) Þetta gæti reyndar verið áhugamálið sem þú hefur verið að leita að og því spurning að skoða þetta vel. Vonandi er þetta samt hættuminna en rússnesk rúlletta.
12:13 Joi
Af hverju ekki bara að fá sér almennilegt fjallahjól, ef þetta er spurning um útrás? Minni hætta og ætti að styrkja lappirnar, sem mér skilst að séu eitthvað lasnar ...
12:16 Burkni
|
|