fimmtudagur, nóvember 25, 2004
|
Skrifa ummæli
Streitulosun
Nú á eftir er fyrirlestur hér hjá Actavis hjá honum Jóhanni Inga (fyrrverandi þjálfari Hauka í handbolta) um streitu ofl. Mér varð hugsað til þess hvernig ég sjálfur losa um streitu en ég veit ekkert betra en að setja headphona á mig í vinnunni og setja eitthvað gott rokk á, eða bara eitthvað sem er í raun með miklum takti. Þetta losar alltaf aðeins um stressið hjá mér og mér líður ávallt aðeins betur.
En að sjálfsögðu er besta lækningin að fara í sund, setjast í pottinn, liggja í gufunni og ná út illu djöflunum.
Nú verður gaman að sjá hvort Jóhann Ingi sé sammála mér varðandi þessa losun.

En einnig nota ég tónlist þegar ég er mjög eirðarlaus í vinnunni og þá get oft fókusað betur.

En einmitt dagurinn í dag var þannig að ég hef verið frekar eirðarlaus, lítið að gera hjá mér miðað við undanfarna mánuði þar sem ég hef verið á haus og þá er svo mikið spennufall að erfitt er að pikka sig upp. Þá set ég góða tónlist á fóninn og þá hrekkur allt í gang.

Í dag hefur Killing Joke - Pandemonium verið að aðstoða mig í eirðarleysinu. Auk þess þakka ég Barða fyrir Lady & Bird sem hefur verið líka í gangi hjá mér svona í bakgrunninum, þetta er nú ekki Bang Gang en samt fínn diskur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar