föstudagur, nóvember 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Jarðfræðilegar myndavélatilraunir, en þó ekki.
Í gærkvöldi var ég að gera tilraunir með myndavélina mína. Prófaði að setja hana á borð og setti lúpu (stækkunarglerið sem jarðfræðingar eru ALLTAF með á sér) fyrir linsuna. Þysjaði svo inn eins mikið og hægt var. með þessu móti gat ég tekið myndir með mun meiri stækkun heldur en ég gat áður. Til að stylla fókusinn þá lét ég myndavélina bara vera kjura en hreyfði myndefnið fram og til baka (prófaði nokkra litla hluti sem ég átti til, t.d. tindáta (úr plasti), hundrað krónu mynt og svo flugu sem ég hafði hnýtt sjálfur, en hún kom einna best út. Ég ætla að gera nokkrar fleiri tilraunir með þetta, enda gaman að prófa eitthvað nýtt í þessum geira.
Ég hefði sett inn myndir en mig vantaði kubb. Sönnunargagnið er astraltertugubb. En ég ætlaði að prófa minniskortakubbinn hér í vinnunni, en hann les 11 tegundir minniskorta, en ekki xD kort (sennilegast ekki sjálfstæðismaður sem hannaði þetta apparat).
    
Reyndar var þetta svo gaman að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var orðin hálf 3 (þá var batteríið búið) og svo vaknaði ég aftur klukkan 8 og hélt áfram að prófa mig áfram í þessu
19:15   Blogger Hjörleifur 

að þysja er það sama og að "zooma", eða súmma (kæmi mér ekki á óvart að það hafi ratað inn í síðustu orðabók Menningarsjóðs, heitir hún annars ekki því nafni enn).
21:10   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar