þriðjudagur, nóvember 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Tennis
Siggi mætti í tennis í gær með bland af ótta og virðingu fyrir andstæðingi sínum, sem samt hefur ekki hreyft sig í 6 vikur vegna tábrots og var þetta hans fyrsta hreyfing í langan tíma. Þegar Siggi mætti sá hann Jóhann í fullum skrúða og þá tók óttinn völdin því hann sá á atgervi hans að hann ætti líklegast ekki mikið í hann að gera. Hann reyndi að dreifa huganum þegar hann klæddi sig í gallann og gekk inn á klósett og fékk sér stórann vatnssopa og horfði í spegilinn og sagði við sjálfan sig: "Reyndu bara að gera þitt besta þó það muni aldrei duga!". Eftir það trítlaði Sigurður inn á völlinn og leikurinn byrjaði. Siggi sá að fyrstu tvo leikina var Jóhann með hugann við að liðka liðamótin og náði Siggi að vinna fyrsta leikinn en hann sá að Jóhann var aðeins að hita upp og sviti fór að spretta fram sem var blanda af hræðslu, óttablandinni virðingu og þreytu við að ná þó þessum sigri. Siggi tapaði síðan þessu setti 6-2 og fannst honum skemmtilegt að sjá íþróttamannslegar hreyfingar Jóa og fannst honum að mótherji sinn hafi nánast guðlega hæfileika í þessari íþrótt líkt og í öðrum keppnum sem hann hefur at kappi við hann fram af þessu.
Næsta leik tapaði hann 6-1 og síðan þeim síðasta 4-1. Sigurði var á orði eftir leikinn að þvílíkum kappa hafi hann aldrei spilað á móti áður og það var eins og að Gunnar á Hlíðarenda hafi mætt í salinn með spaða að vopni því þvílíkur voru tilburðir Jóhanns. Tákn um gjafmildi og drengilegt skap Jóhanns að hann leyfði Sigga að vinna 4 leiki og má hann vera ánægður með það því hann hefur ekki unnið leik áður.
Þegar Sigurður kom heim fór hann að hugsa um það að hann þarf að kaupa farandbikar ásamt Hauki meðspilara sínum því þeir hafa nú þegar tapað þessari önn á móti hinum miklu hetjum Jóhanni og Hjörleifi hinum góða.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar