Tipp
Það var ákveðið á fundinum um helgina að koma upp stigakerfi í tippklúbbnum til þess að mæla ástundun félagsmanna. Fyrir mætingu fá menn tvö stig en ef þeir standa sig ekki á fundi eða koma óundirbúnir þá er eitt stig dregið af þeim. Siggi mætti ekki um helgina og fær því ekkert stig, Hjölli mætti óundirbúinn og fær því aðeins eitt stig, Pálmi heimtaði að þrítryggja Chelsea leikinn þrátt fyrir að allir aðrir væru á móti því og við misstum því af einu réttu stigi í viðbót og hann fær því eitt mínusstig og Jói fær eitt plús stig fyrir að koma upp þessu frábæra kerfi.
Jói 3
Árni 2
Hjölli 1
Pálmi 1
Siggi 0
Ég hef síðan hitt meðlimi klúbbsins á nokkrum óformlegum fundum og þarf hefur mér heyrst mikið vantraust á árshátíðarnefndina og hafa þær raddir heyrst að lísa yfir vantrausttillögu á nefndina.
|
Gríðarlega skemmtilegt blogg hjá Jóhanni og hittir hann naglann á höfuðið. PP fór illa með okkur síðustu helgi þegar hann vildi setja 2 á Bolton þrátt fyrir mótmæli og aftur vildi hann setja tap á Chelsea (sem vann 0-4) og sleppa því að setja 1 á Burnley (sem vann 1-0). Þetta kostaði okkur sem sagt mikla peninga og mögulega 12 rétta. Þar með finnst mér þetta í góðu lagi eins og Jóhann setur þetta upp. En hvað segir PP er hann ekki alveg sáttur við þetta.
Auk þess hefur lítið heyrst frá árshátíðarnefndinni, eina sem heyrðist er að seinka þessu og engin ný dagsetning komin - ekki nægilega gott.
10:21 Árni Hr.
Hvenær sagði ég að við hefðum verið með 12 rétta - sagði það aldrei Pálmi litli!
11:07 Joi
Það var ég sem sagði að við hefðum haft 12 rétta og þá er ég að vitna í þau merki sem hefðu verið rétt, burtséð frá Ú merkjum og öllum kerfum osfrv. Við tippuðum á 11 rétta leiki, þó Ú merkin hafi svo klikkað illa. Þar með hefðum við haft 12 merki "rétt" ef Burnley leikurinn hefði dottið inn - það er það sem ég var að meina.
11:59 Árni Hr.
|
|