Innlent | 3.3.2003 | 13:23
Sprengingar við Kárahnjúka komu fram á jarðskjálftamælum
Sprengingar verktaka við Kárahnjúka komu fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í gær. Að söng Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings, kom fram skjálfti upp á 1,3 stig á Richter á mæli við Aðalból klukkan 19:15 í gærkvöldi. Síðan kom í ljós þegar farið var að rannsaka málið í dag að þetta reyndist vera að völdum sprenginga af mannavöldum á Kárahnjúkasvæðinu.
|