Fór að sjá Slingarann á Grandaranum með Jóa og Hjölla í gær - þeir voru að sjálfsögðu frábærir. Spjallaði við bassaleikarann í lok tónleika og bauð honum sveitt tvöfaldan whisky og þáði hann það. Honum var skemmt þegar ég sagði við hann að honum veitti nú ekki af sveittum whisky eftir svona töffaratónleika (í mínu boði að sjálfsögðu). Einnig ræddi ég aðeins við söngvarann til að heyra hver uppspretta tónlistar hans er - og passaði það mjög vel við það sem ég hélt.
Þessir gaurar eru náttúrulega töffarar frá helvíti og þegar fyllibyttan stal sólgleraugum hristarans, þá stóð hann bara áfram og hristi og var svalur, kippti sér lítið upp við þetta. Hægt er að segja að enn eitt kvöldið á Grandaranum hafi heppnast.
Við byrjuðum kvöldið heima hjá mér og var slingararokkstemmning hjá okkur - síðan byrjaði Jóhann að færa sig upp á skaftið og setja nýja tónlist á og endaði þetta í tómri vitleysu hjá honum - Aqua var spilað!!!!
Einnig voru ýmis mál rædd og þar með hádegismatarmálin þar sem undirritaður lýsti frati á það að menn geti ekki losnað eitt hádegi á mánuði - meira að segja forstjórar ná því og hananú!! Ef viljinn er fyrir hendi þá er þetta hægt - en svo virðist ekki alveg vera hjá öllum.
|