Annars leggst næsta verkefni í Stærðfræðilegum Reikniritum ágætlega í mig.  Þetta er tveggja manna verkefni sem ég mun vinna með Bödda skólabróður mínum.  Verkefnið fellst í því að búa til þjöppunar og afþjöppunarforrit.  Ætli við munum ekki nota  run length og  move to front kóðun eftir að við erum búnir að beita hinu magnaða  Burrows-Wheeler reikniriti á draslið og síðan einhverju  Lempel-Ziv reikniriti á þetta.   Huffman kóðunin mun síðan kannski koma sterk inn.  Takmarkið er að keyra þetta á  Calgary Corpus, Canterbury Corpus, Artificial Corpus og  Large Corpus og ná t.d. betri þjöppun en Winzip nær.  Þetta verður skemmtilegt.
 Síðan er ég að byrja á ritgerðinni um stafræn sjónvörp og ætla ég mér stóra hluti í henni, því að ég er búin að fá 10 fyrir fyrri tvö verkefnin sem giltu 15% hvort, og þessi ritgerð gildir 30%.
 Og já, ég er að besservissa big time!!!  
	 |