föstudagur, mars 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars horfði ég á ræðu bandaríkjaforseta beint í nótt kl. 1 (ekki það að ég hafi verið að vaka sérstaklega eftir henni). Bush er alveg fáránlegur maður, þ.e. það er frekar augljóst að hann er meðvitaður um eigið óágæti og er stundum heillengi að hugsa svar við spurningum (það var spurningasession fréttamanna eftir ræðuna) og á oft í erfiðleikum að svara þeim og gerir það iðulega klúðurslega. Einn spurði hann að því hvort hann hati Saddam og margir vilji meina að þetta hatur hans á manninum sé að stofna heimsfriði í hættu. Bush hélt einhverja ræðu um war on terror og að hann hafi heitið að verja landið og bla, bla, en svaraði í raun ekki hvort hann hati Saddam. Reyndar kallaði hann manninn ótrúlegum nöfnum í ræðunni og í svörum. T.d. murderer, terrorist, cancer in Iraq, lier o.flr., o.flr. Það er nokkuð ljóst að Bush ætlar í stríð og ætlar að koma Saddam frá, sama hvað það kostar. Uppáhalds orðið hans virðist samt vera terror því ég held að hann hafi sagt það svona 300-400x á hálftíma.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar