þriðjudagur, mars 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Vegna óvissu sumra þá hringdi ég nú niður í Úrval Útsýn og spurði hvort það fylgdi ekki miði á skotland-ísland leikinn - og viti menn auðvitað sagði hann og hló dátt, já ekki er öll vitleysan eins sagði hann, það væri nú slæmt ef þið sætuð fastir á sveittri skoskri búllu í skotapilsum að horfa á leikinn í 20 tommu sjónvarpi með lokal rónana í kringum okkur...
Það er nokkuð öruggt að við erum á leið í rólega ferð á fótbolta leik í Glasgow á Hampden Park. Á leiðinni út ætla 2 að kaupa sér digital kameru og verður spennandi að sjá hversu góð upplausnin verður hjá hvorum um sig.

Jóhann stefnir á að taka með sér skólabækur þar sem það styttist í próf og erum við Hjölli búnir að lofa honum að trufla hann ekki uppi á herbergi á laugadeginum fyrir leik (og já eftir leik) - þ.a. við ætlum bara að leita uppi skotaklúbba og drekka whisky í pilsi á meðan Jóhann les fyrir próf.

Já ekki er öll vitleysan eins
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar