Skríðið með draumfarir mínar. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíman fengið martröð á æfinni, en ég hinsvegar dreymi c.a. einu sinni í mánuði að brjálaðir kettir séu að ráðast á mig. Í nótt dreymdi mig að ég var í heimsókn hjá frænku minni og köttur sem hét Grímur var alltaf að ráðast á mig. Hann beit í hendurnar á mér og klóraði á meðan ég var að glíma við hann, og leikurinn endaði þannig að ég náði góðu taki á honum og skutlaði honum út um gluggann á 2. hæð og hann varð að fallegri klessu á stéttinni fyrir neðan. Já, allt er gott sem endar vel!
Spurning hvort ég ætti að leita til sálfræðings með þessi mál.
|