laugardagur, mars 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Ætli The Smiths hafi ekki bara verið besta hljómsveit allra tíma? System of the Down er líka helvíti heit hjá mér núna!
Merkilegt með mig og U2. U2 er sú hljómsveit sem ég myndi líklega segja að sé uppáhalds hljómsveit mín, enda byrjaði ég að hlusta á hana ungur að árum og hef líka farið á tónleika með henni. Hinsvegar hafa síðustu plötur þeirra ekki náð að hitta í mark hjá mér, og þær renna svona í gegn án þess að ég taki mikið eftir þeim. Mér finnst meðalmennskan hafa tekið völdin hjá þeim og vantar neistann hjá þeim sem þeir höfðu einu sinni. Það eru mjög margar hljómsveitir sem ég skelli frekar undir nálina heldur en U2 í dag, og má þar nefna áðurnefnda System of the Down (strákar, ég er greinilega ennþá rokkari). Svo ég nefni einhverjar hljómsveitir/tónlistarmenn sem eru starfandi í dag sem mér finnst vera að gera mjög góða hluti (í einhverri slembinni röð):
  • System of the Down (rokkarar dauðans)
  • Massive Attach (ótrúlega flott tónlist)
  • Moby (alltaf góður)
  • Ske (munu aldrei ná að fylgja síðustu plötu eftir, punktur og prik)
  • Flaming Lips (tilraunamennskan hjá þeim er skemmtileg)
  • Radiohead (snillingar)
  • Travis (melódíumeistararoghananú)
  • Underworld (manni langar að stökkva á fætur og tjútta þegar maður heyrir í þeim)
Ég er líklegast að gleyma einhverju og það segir meira en mörg orð hvað þetta er stuttur listi (spurning hvort það segi meira um mig heldur en stöðuna í bransanum í dag).

Það væri gaman að sjá svipaðan lista frá öðrum slemburum og spurning hvort einhverjir vilji koma með gestablogg (Oddur, Guddi)!?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar