Er að hlusta á nýja Coldplay diskinn sem fékk grammý verðlaun, fínt að hafa þetta sem bakgrunnstónlist.  Annars fór ég í lagningu í dag fyrir árshátið og kíkti við í Herra Hafnarfirði og sá þar rosalega flott jakkaföt (sem ég lýsi ekki nánar við hættu að þau verði keypt fyrir framan nefið á mér :)
 Á morgun er svo deildarstjóradagur, þ.e. skoðuð er framtíðin (nánasta) hjá Pharmaco/Delta og verður það á Grand Hótel, snæddur verður hádegisverður þar m.a.  Um daginn verður haldið í Go-Kart og svo Mexíkanskur matur um kvöldið og jafnvel smá djamm hver veit.
 Laugardagur er svo árshátíð í kaplakrika með hinum 1000 sem munu mæta, þetta verður stórdansleikur með Pöpunum þar sem Eysteinn ber á bumbur.
 Já það má segja að þetta sé vinnuhelgi ( í góðum skilningi)  
	 |