Það var ekki laust við að það hafi vottað fyrir svolítilli þynnku í dag.  Svo það verður ekkert mikið blogg núna.  En Armadale Sons of Wallace hugsuðu vel um okkur fyrir leikinn þar sem við hittumst á Renfrew Ferry og er óhætt að segja að Skotar eru gestristnasta þjóð sem ég hef komist í kynni við.  Og ekki má gleyma Wee Fat Boab, sem reddaði okkur fari á leikinn og splæsti á okkur bjór.  En það er bara frá svo mörgu að segja að það verður bara að gera sér heimasíðu um þetta mál.  
	 |