Kláraði Burrows-Wheeler reikniritið í C# seint í gærkvöldi fyrir þjöppununa. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvernig ætti að gera þetta en þetta small allt saman í gærkvöldi. Keyrði þetta síðan á Lísu í Undralandi og þetta var helv ... lengi að keyra en ég náði að flýta þessu margfallt og þetta er orðið fínt núna. Ég mun síðan klára Run-Length reikniritið í kvöld og þá er ég búinn með minn hluta og Böddi sér um Adaptive-Huffman og Move-To-Front og þá ætti þetta að vera orðið nokkuð gott hjá okkur, og eina sem er þá eftir er að tjúna þetta til og vera hugmyndaríkir til að ná góðri þjöppun (betri en WinZip).
Helvíti skemmtilegt bara að vinna í C# og Visual Studio umhverfinu. Minnir mig reyndar mikið á Java en ég hef trú á því að þetta sé bara skemmtilegra forritunarmál.
|