Hmmm ... er þetta kannski bara besta mál (a.m.k. mun Becham reyna mikið á sig í leikjunum við real á næstunni!)?
Spænska félagið Real Madrid er sagt vera tilbúið að bjóða 40 milljón pund, um 4,8 milljarða króna, í David Beckham, leikmann enska knattspyrnuliðsins Manchester United og fyrirliða enska lansdliðsins. Breska blaðið Sun hefur eftir Beckham í dag að hann hafi áhuga á þessu tilboði.
„Allir leikmenn teldu það heiður ef Real Madrid ræddi við þá," sagði hann við blaðið. „Liðið hefur frábæra leikmenn og frábæra hefð."
Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real, staðfesti að félagið vildi kaupa Beckham, en Valdano hefur m.a. staðið fyrir kaupum á Ronaldo, Zinedine Zidane og Luis Figo til liðsins. „Real Madrid hefur náð bestum árangri í leikmannakaupum á síðustu árum og Beckham gæti orðið næsta stóra verkefnið," sagði hann.
Beckham skrifaði undir nýjan samning við United á síðasta ári til ársins 2005. En hann hefur lent upp á kant við Alex Ferguson, framkvæmdastjóra liðsins, að undanförnu og Ferguson hefur hótað að selja nokkrar af stjörnum liðsins ef liðið nær ekki að vinna bikar á keppnistímabilinu.
|