Er þessi fyrrum hetja búinn að vera eða hvað???
Úr mbl:
Lee Sharpe kannar aðstæður í Grindavík
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Man.Utd og Leeds Utd., er í stuttri heimsókn hér á landi að kynna sér aðstæður hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í knattspyrnu. Heimsóknin er í boði velunnara félagsins sem eru áhugasamir um að atvinnumaðurinn fyrrverandi gangi í raðir liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Þreifingar hafa lengi verið í gangi um að fá Sharpe til liðs við Grindvíkinga en til þessa hafa viðræður strandað á kaupkröfum Sharpes.
|