laugardagur, október 15, 2005
|
Skrifa ummæli
THS Vika 41
Það var reyndar röð nr. 128 sem var með 11 réttum, en hvað um það, í þeirri röð voru leikir 8 og 9 vitlausir, en ef þeir hefðu farið "eðlilega", þ.e. við settum 56% og 70% á heimasigur og ef það hefði farið þannig, eða þá að þessi 16% og 23% hefðu dottið inn í þessa röð þá hefðum við verið í fínum málum. Við vorum því alveg ótrúlega óheppnir að þetta datt ekki inn núna, en við erum á réttri braut eftir arfa slakt gengi og töpuðum aðeins rétt tæplega 3000 kalli þessa vikuna.

En amk vann Preston ekki sinn fyrsta heimaleik, en ég vildi nú setja stuðlana 20-30-50 og hefði það nú ekki skipt neinu máli greinilega að við tókum 10% af útisigri og settum á heimasigur og greinilega rangt mat að QPR myndi vinna þennan leik örugglega, en jafntefli var niðurstaðan og ekkert óvænt svosem við það.

Og það var greinilega mikið til í því hjá Pálma að Arsenal væru með mjög slæmt lið núna og vildi Árni bara setja 5% á heimasigur þar, en Pálma tókst að hækka það upp í 10% (sem varð svo 11% á endanum), en þar held ég að Árni hafi látið tilfinningar ráða of mikið ferðinni og alveg gleymt því að Arsenal er í sárum og er í rauninni bara að spila með hálfgert varalið um þessar mundir og því kannski ekki hægt að ætlast til of mikils af þeim á útivelli og verð ég að segja að 65% þar vera full hátt og gleymt því hvað heimavöllurinn getur gert mikið, en hann er jú oft kallaður 12 maðurinn, eða þannig.

Menn voru jú líka eitthvað að spá í hvort að Bolton gæti eitthvað, eða hvort að Chelsea myndu bara valta yfir þá, sem varð jú raunin, en ég held að líkurnar á að Chelsea vinni á heimavelli á móti "slakari" liðunum séu nú meiri en 90%, held ég í rauninni að það sé nærri 97% og aðeins 2% á jafnteflið og 1% á tap þegar liðið er að spila á móti liðum sem eru neðar en í 4 sæti deildarinnar.

Tottenham tók þetta frekar auðveldlega á móti Everton og átti ég nú frekar von á því, en menn voru eitthvað efins um getu þeirra, en þeir eru nú yfirleitt alveg ágætir í byrjun hvers tímabils, en fara svo niður töfluna eftir því sem á líður, en Everton voru hins vegar bara heppnir í fyrra að ná svona góðum árangri og kannski bara alveg jafn óheppnir í ár og þeir voru heppnir í fyrra, enda verma þeir enn botnsætið og ekki líklegir til að gera mikið í vetur og munu ábyggilega taka þátt í botbaráttunni í vor.

Svo er þetta með Sheff. Utd. Þeir eru greinilega með gott lið og búnir að vinna alla sína heimaleiki, en samt vildu menn ekki taka meiri áhættu en svo að setja á þá 55% og ætla ég nú ekki að segja meira um það.

Crew - Luton, það verður að segjast að sá leikur hafi endað nokkuð óvænt 3-1, en Luton er eins og allir vita með mjög gott lið, en heimavöllurinn hefur greinilega gert kraftaverk í þessum leik og ekkert hægt að segja um það, en ég tel að stuðlarnir 19-29-52 hafi verið réttir, og þar er heimavöllurinn alveg 10% af þessum 19 sem við gáfum þeim og eiga áhorfendur heiður skilinn fyrir þennan sigur.

Derby-Stoke, bara eins og við var að búast og mat okkar einnig rétt hér.
Coventry-C.Palace 1-4. Þetta eru jú frekar óvænt úrslit og nokkuð stór sigur miðað við útivöll og alveg ómugulegt að spá fyrir um svona lagað, en þó gáfum við C.Palace meira vægi sem var rétt.

Sama má segja um Brighton-Cardiff, en sá leikur hefði getað farið hvernig sem er og okkar stuðlar því mjög góðir.

Í heildina séð þá held ég að þessi seðill hafi verið svona nokkuð vel unninn og stuðlarnir "réttir", enda gaf seðillinn okkur eina röð með 11 réttum og 3 með 10 réttum, sem ég tel að sé alls ekki slæmt á seðli með aðeins 5 leikjum úr efstu deild.

Með þessu áframhaldi þá tel ég líkur okkar á að fá 13 rétta á næstu 5 árum vera mjög góðar og munum örugglega geta keypt okkur 5 bíla merkta THS.
    
Já ég er nú sammála því sem HS setur hér fram, þetta er allt á leiðinni og var ég nokkuð sáttur við þennan seðil. Rétt er það Arsenal leikurinn var kannski ekki alveg rétt settur upp og gerði ég mér ekki alveg grein fyrir hversu mikil meiðsli voru í gangi og ekki bætti úr skák að nú er Ljungberg líka meiddur.
Já ég sé ekki hvernig þessi deild ætlar að halda spennu lengur en fram að áramótum. Jákvæða er að Tottenham er í 2 sæti eftir 9 umferðir sem er nú örugglega besti árangur þeirra lengi.
En þar sem menn benda nú á Arsenal leikinn þá vil ég á móti benda á Sheff UTD leikinn þar sem við hefðum átt að vera með um 70% á SU og þá farið upp um 15%, ég held að við hefðum aldrei farið mikið hærra en 25% á WBA og því er alveg eins hægt að benda á Su leikinn eins og Arsenal leikinn sem ég skal alveg viðurkenna að var ranglega metinn að minni hálfu amk.
18:31   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar