mánudagur, október 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Ekkert mikið af frétta
En engar fréttir eru nú samt fréttir útaf fyrir sig.

Fór reyndar í matarboð á laugardeginum og í gær fór ég í bíó og svo út að borða á eftir.

Sá voða merkilega mynd um Tíbet. Allir alveg ofsalega hrifnir, sérstaklega ein kona sem fór í taugarnar á mér og í stað þess að spyrja spurninga í lokin eins og átti (mátti) gera þá hélt hún bara fyrirlestur og þurfti maðurinn sem fékk spurningaflóðið (sem var gaurinn sem gerði myndina) eiginlega bara að stoppa hana, en gerði það mjög kurteisislega.

Spurningin: hvað getum við gert til að hjálpa Tíbetbúum? kom upp og fyrir mér er svarið: Bara sama og þeir gera sjálfir, þ.e. vona að þetta lagist og haldið áfram að gera það sem við gerum svona dags daglega. Amk hef ég ekki minnstu trú að það geti nokkur gert nokkuð til að fá Kínverja til að fara úr landinu. Þeir hertóku landið og munu ekki bakka út úr því, hvað sem hver segir eða gerir. Kína er svo svakalega stórt land að það þýðir ekki að beita þá neinum þvingunum, né er nokkur svo vitlaus að ráðast á þá og reyna að þvinga þá þannig út úr Tíbet. Svo eiginlega þá er þetta fyrir mér bara þannig að íbúar Tíbet voru bara svakalega óheppnir og það er ekkert sem við getum gert við því.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar