Fyllerísnámskeið og rónabælið
Til stóð að fara á námskeið í víndrykkju, en ekkert verður úr því í kvöld þar sem að námskeiðið var flutt fram til klukkan 18:00, nú alveg á síðustu stundu, en þá er ég að fara á húsfund, sem er mjög mikilvægur, enda verið að ræða um framtíð rónakofans, þ.e. viðbyggingarinnar við húsið mitt þar sem að rónarnir bjuggu undir það síðasta, en nú er komið rúmt ár síðan að þeir fluttu og hefur húsið staðið autt síðan þá.
Til stendur að rífa húsið og það er bara spurning um hver á að borga fyrir þetta, en ég er t.d. ekki tilbúinn í að tapa peningum út af þessu húsi og kæmi ég sjálfum mér ekkert á óvart að ég myndi bara hætta við þetta og setja allt í uppnám og selja bara íbúiðina mína, en ég ætti að hagnast um 4 millj. á þeirri sölu ef svo færi. Ég held að fólkið í húsinu sé alveg til í að tapa nokkrum tugum þúsunda út af þessu, en ég er ekki tilbúinn til þess. Auk þess sem að við erum að semja við einn af landsins hörðustu lögfræðingum út af húsinu, en hann er nágranni okkar og vill kaupa húsið og rífa það og byggja bílskúr í staðinn, en hann er ekki tilbúinn til að borga nógu mikið.
En þetta kemur vonandi betur í ljós á eftir, en þetta mál er búið að vera í gangi síðastliðið ár, þ.e. frá því að við komum rónunum út úr húsinu.
|