Klósett
Eitt sem ég þoli ekki, hér erum við með eitt klósett sem þjónar allt of mörgum. Stundum röltir maður niður og ætlar að pissa smá og þegar maður opnar þá æðir stækjan á móti manni þar sem einhver hefur drukkið allt of mikið kaffi og borðað illa lyktandi mat sennilega. Nú maður stekkur inn, heldur í sér andanum og pissar, svo opnar maður hurðina og ætlar að stinga sér út sem fyrst. Viti menn, kemur ekki einhver vinnufélagi sem er á leiðinni á klósettið, maður heilsar kurteisislega og langar til að segja "ég var að pissa" en finnst það frekar klént og því þegir maður þunnu hljóði. En hann röltir inn og stækjan æðir á móti honum líka og fyrsta sem kemur upp í huga hans, hvað var hann Árni að gera?????? Já ekki er öll vitleysan eins :)
|
Ditto!
09:23 Joi
Önnur aðferð í þessu klassíska sálfræðivandamáli sem spekúlantar og sérfræðingar mæla með er að láta setuna ekkert niður þannig að næsti maður sjái að þú hafir verið að spræna.
13:06 Joi
Já þetta er vanamál sem allir kannast við, en á Veðurstofunni hefur þetta verið leyst með ilmspreyi, ef maður kemur inn og það er megn skítafýla þá spreyar maður bara smá og ástandið lagast strax svo þegar maður gengur út þá er ekkert nema ilmur af grænum furulundi eftir. Þetta er eflaust ósoneyðandi andskoti, en það er þó betra að eyða ósonlaginu heldur en að vera vandræðalegur þegar maður kemur út af klósetinu.
16:01 Hjörleifur
Ég mæli með spreyinu en minna þarf fólk á að gæta hófs - það þarf ekki að spreyja og spreyja svo lyktin fari, nema menn vilji að allt húsið ilmi eins og furulundur! Eitt snöggt sprey og málið er dautt. Sonja
09:19
|
|