Sumarbústaður
Ægir litli í góðu skapi.Við Sonja fórum upp í sumarbústað mömmu og pabba með Særúnu, Gubba, Grétu og Ægir litla í gær og vorum þar í nótt. Það var mjög gaman, borðaður góður matur og spilað Trivial þangað til við fórum að sofa. Í þessu Trivial spili átti ég mitt mesta (eða versta) besserwiss sem ég hef átt: Særún var að spyrja Grétu að mig minnir og svona gekk þetta fyrir sig (S=Særún, B=Besserwiss): S: Frægasta bíómynd Sergei Eisenstein heitir Bardagaskipið Potkempin ...." B: "Það er Potemkin!" S: "Uss, leyfðu mér að klára spurninguna". S: "Frægasta bíómynd Sergei Eseinstein heitir Bardagaskipið Potkempin ...." B: "Það er ekki Potkempin, það er stafað P-O-T-E-M-K-I-N!". S: "USSS - LEYFÐU MÉR AÐ KLÁRA SPURNINGUNA, ÉG ER EKKI AÐ SPYRJA ÞIG! Frægasta bíómynd Sergei Eisenstein heitir Bardagaskipið Potempin, Bardagaskipið Potemin eða Bardagaskipið Potemkin?". Besserwisser varð skrítinn í framan. Fleiri myndir koma vonandi inn á netið úr ferðinni von bráðar en ein mynd af Ægir litla að leika sér í símanum sínum er komin inn á joePhotos.net.
|
Strax á eftir spurði Gréta mig (Sonju) spurð hvað Plató kallaði skólann sinn og ég svaraði: S:Hummm, Akademía Jóhann: Nei, það er rangt en ég man samt ekki hvað.
Svar: Akademía.
Þriðja var svo enn betra en við þvi miður munum við það ekki ;)
22:37
Já maður á ekki alltaf að vera besserwiss í trivial, en samt...annars væri þetta ekki eins góð saga ef þú hefðir bara þagað og sagt frá því að Særún hafi svo spurt þessarar spurningar, eiginlega væri það bara frekar léleg saga. En þetta er góð myndasería af honum Ægi litla.
19:44 Hjörleifur
|
|