laugardagur, október 29, 2005
|
Skrifa ummæli
United
Úff, United er 2-0 undir á móti Middlesbroug eftir 25 mínútur. United er að spila eins og enginn hafi áhuga á því í liðinu að taka frumkvæði (nema Roona) og vantar allan neista í liðið. Svona var byrjunarliðið og ég ætla að benda á veiku hlekkina:

Van der Sar

Bardsley Ferdinand Silvestre O'Shea

Fletcher Smith Scholes

Park Nistelrooy Rooney

Eins og sést er það aðallega miðjan og vörnin sem er í lamasessi:

Ferdinand: Óþolandi kappi - heldur að hann sé besti varnarmaður í heimi og hegðar sér hrokafullt en er alltaf að gera mistök og virðist hugsa meira um peninga en knattspyrnu. Best væri að selja hann til Chel$ki en ég er ekki viss um að hann kæmist í varaliðið þar.

Silvestre: Góður leikmaður en gerir ein mistök í leik, það brekst yfirleitt ekki. Veit ekki hvort hann sé í heimsklassa.

Bardsley/O'Shea: Feitletraði þá ekki því þeir eru ágætir en kæmust sennilega ekki í liðið hjá helmingi liða í úrvalsdeildinni.

Fletcher: Ætli hann komist ekki í liðið vegna yfirburðar leikni, frábæra sendinga og hörkuskota? Nei, hann hefur ekkert af þessu og hefur eiginlega ekki neitt - skil ekki hvernig hann getur verið fastamður í liðinu. Væri ágætur í tveimur deildum fyrir neðan.

Smith: Hann er leikmaður að mínu skapi en allt sjálfstraust virðist hafa yfirgefið hann og ég er ekki viss um að hann sé framtíðarmaður í þessari stöðu. Baráttan í honum er samt yfirleitt til fyrirmyndar.

Scholes: Hvað er að? Þessi leikmaður var einn af 3 bestu miðjumönnum í heimi fyrir nokkrum árum en getur ekki gefið boltann né nokkuð annað í dag. Annaðhvort er hann búinn að missa ALLT sjálfstraust eða að hann sé orðinn of gamall fyrir þetta.

Nistelrooy: Þessi var ekki feitletraður en virðist ekki geta mikið þessa dagana, vonandi kemur hann til.

Rooney er maður sem gefst aldrei upp en hann getur ekki haldið heilu liði uppi.

Ég keypti lengjumiða með 4 leikjum og þrír fyrstu voru réttir hjá mér en ef United vinnur fæ ég 12.500 kall og þessvegna er ég svona pirraður ;-)
    
þegar þetta var lesið var staðan orðin 3-0. Og við getum alveg gleymt því að fá 10 rétta í enska boltanum. Spurning um að spandera á Evrópuseðil og stefna á að vinna hópleikinn í öllum deildum. Ættum amk að ná í eitt af 3 efstu sætunum og það eru verðlaunasæti.
17:18   Blogger Hjörleifur 

Já margt til í þessu hjá þér, ætla að svara þessu snögglega.
Markmaður - engin spurning um að þarna er góður markmaður.
Vörnin - veikasti hlekkur hennar að mínu mati er Rio, hann er peningapúki sem hugsar lítið annað en um sinn hag, hann var hugsaður sem leiðtogi og ef hann er ekki leiðtoginn í vörninni þá er enginn leiðtogi þar. Ég held að maður eins og Silvestre er nógu góður ef hann er með leiðtoga með sér. Nú Bardsley og O´Shea eru ekkert merkilegir leikmenn en skila nú sínu þokkalega.
Miðjan - handónýt, Scholes hefur ekki gert neitt í allan vetur og ætti að fá smá hvíld til að ná sér úr þessu rugli sem hann er í. Smith er góður leikmaður en er ekki alveg að finna sig þarna, ég held að hann hefði verið flottur á hægri kantinum þar sem hann getur leikið aðeins lausari hala, tæklað og hellt sér í sóknina ef með þarf. Enn og aftur vantar leiðtoga, nú á miðjuna. Fletcher - segi nú bara come on...
Sóknin, Rooney er langbestur í Utd þessa dagana og eftir frábæra byrjun hjá Nistelroy þá hefur hann dottið aftur niður, en það efast enginn um hæfileika hans. Park hefur verið að spila mjög vel í vetur og þarf aðeins að slípast til.
Bottom line er að UTD vantar leiðtoga svipað og Arsenal er að lenda í núna. Amk hefur UTD keane sem mun koma aftur...
En deildin er búin að mínu mati, enginn möguleiki að neitt lið geti haldið í við Chelski.. því miður.
17:19   Blogger Árni Hr. 

Enn einn seðillinn sem við klikkum á, já spurning um að færa sig í evrópuseðilinn.
17:19   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar