fimmtudagur, október 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Undanfarna daga hef ég verið að hlusta á diskatvennuna með Bubba sem hann gaf út í sumar og er þetta svona uppgjör við skilnaðinn við Brynju. Það er óhætt að segja að hann helli gjörsamlega úr hjarta sýnu og greinilegt að hann var ansi langt niðri og ást hans á Brynju gríðarlega sterk þó hún væri farin frá honum fyrir annan mann. Hann var það langt niðri að það virðist vera að hann hafi verið að íhuga sjálfsmorð á tímabili ("að dauðinn verður lausn og lykill". Það er á köflum frekar erfitt að hlusta á diskinn því maður hálfvegis vorkennir kallinum.
Barði í Bang Gang er upptökustjóri og virðast þeir ná vel saman því tónlistin sem slík er ótrúlega góð. Ég mæli með að fólk verði sér út um þennan disk og hlusta á hann.
Innan á kápunni er þessi setning: "Þrjár konur hafa haft mest áhrif á líf mitt, móðir mín, dóttir mín og sú sem fyllir hjarta mitt".

Núna er ég að hlusta á Nancy Sinatra diskinn sem kom út í fyrra og er hann nokkuð skemmtilegur.
    
Er þetta NS diskurinn sem aðrir eru að covera hana? Mig langar mikið í þann disk nefnilega.
13:28   Blogger Árni Hr. 

Neibb, hún syngur sjálf á þessum disk.
13:34   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar