Skák-hnefaleikar
Tekið úr mbl.is
Ný íþróttagrein: Skák-box
Stöðugt skjóta upp kollinum nýjar og óvenjulegar íþróttagreinar. Sú nýjasta, og sennilega sú óvenjulegasta, er skák-box, sambland af tafli og hnefaleikum. Fyrsta Evrópumótið í þessari íþrótt fór fram í vöruskemmu í Berlín um helgina og varð Búlgarinn Tihomir Tischko, sem sést til hægri á þessari mynd, hlutskarpastur. Í skák-boxi eru 11 lotur þar sem keppt er til skiptis í hnefaleikum og hraðskák. Tischko hafði nokkra yfirburði við skákborðið og það reið baggamuninn.
Spurning hvort það sé ekki kominn tími á að endurvekja skákklúbbinn hér á Veðurstofunni
|