Lestur
6 vikna hraðlestrarnámskeiðinu lauk í gær og var ég með 229 orð á mínútu þegar ég byrjaði og endaði með um 750 orð á mínútu. Þetta var nokkuð gott námskeið þó að heimalærdómurinn hafi verið afskaplega leiðinlegur og var það átak á hverjum degi að fara í það að gera þessar lestraræfingar. Lærði t.d. eiginlega aldrei í síðustu vikunni en maður þarf að lesa a.m.k. klst á dag.
Það er reyndar magnað við þetta að maður má koma eins oft aftur á þetta námskeið til að halda þessu við eða bæta við án þess að borga krónu fyrir - ætla því að fara eftir 6-12 mánuði aftur og sitja a.m.k. hluta af námskeiðinu.
|
Já, ef einhver hefur áhuga á að fara á námskeiðið þá fékk ég 3 afsláttarmiða upp á 5000 kr. stk. sem gengur upp í verð á námskeiði, þannig að það verður á 24.900 kr. (ég græði ekkert á því að veiða inn fólk sjálfur).
10:50 Joi
Já þetta er ágætis framför, nú tekur það þig bara 2 tíma að klára eina Morgan Kane bók
10:58 Árni Hr.
Og nú ættirðu að geta lesið allan textann í sjónvarpinu
12:01 Hjörleifur
|
|