mánudagur, október 10, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíó
Við Sonja erum búin að vera nokkuð dugleg í að sækja myndir á kvikmyndahatíðinni og þetta eru þær myndir sem við erum búin að sjá:

Nobody Knows - Fín mynd sem segir frá japönskum börnum sem þurfa að bjarga sér á eigin spýtur eftir að móðir þeirra fer að heiman.

My Nikifor - Skemmtileg og öðruvísi mynd sem segir frá Pólska naívistanum Nikifor og þá aðallega síðustu ár hans. Hann þykir einn sá besti sem hefur fylgt þessari listastefnu (sennilega ákveða menn sem bendlaðir eru við hana ekki að fara út í hana) og skildi eftir sig yfir 40.000 myndir.

What remains of Us - Leikstjórinn fylgir eftir konu sem fer með skilaboð frá Dali Lama um Tíbet, áhrifamikil mynd sem skilur mikið eftir sig.

Howl's moving Castle - Japönsk teiknimynd sem er mjög öðruvísi - var ekki nægilega ánægður með hana en margt í henni var samt ansi flott og vel gert.

Strengir - Strengjabrúðumynd í anda Lord of the Rings sem er einhver sú best gerða sem ég hef séð síðustu ár - kvikmyndataka og annað í mögnuðum gæðum. Strengirnir eru hluti af myndinni og flott að sjá þegar sýnt er yfir borg að þá eru hundruðir eða þúsundir strengja sem fara upp í himinn af öllum sem búa í borginni. Eins eru persónurnar drepnar með því að skera á strengi þeirra.

Moolaade - Segir frá umsurði kvenna og er myndin um erjur í þorpi í Afríku þar sem bæjarbúar eru ekki allir sammála um það hvort þetta sé réttlætanlegt. Þeir sem vilja halda við hefðinni eru tilbúnir að gera allt til að svo verði.

Le Regard - Segir frá fréttaljósmyndara sem fer aftur til Marokkó þar sem hann tók stríðsfréttamyndir sínar og þarf þá að kljást við fortíð sína, þ.e. hvort hann hafi breytt rétt. Fín mynd.

Á eftir ætlum við síðan á óvissusýningu og þá er þetta búið. Þess má geta að við fengum gefins passa á hátíðina vegna vesens þegar gleymdist að taka frá miða sem við keyptum í gegnum midi.is. Við vorum reyndar búin að kaupa okkur nokkra miða á hátíðina og því splæstum við á Hjölla og Matthew á Strings, foreldra Sonju á mynd sem Sonja fór með þeim á en ég komst ekki vegna þess að ég var að drekka bjór með vinnufélögum mínum og síðan buðum við mömmu Sonju, systur mömmu hennar og systur Sonju (vá þetta er flókið) á Strings.
    
jamms, ég sá myndina um Tíbet og svo eins og kemur fram, myndina Strengir og er ég alveg sammála Jóa að báðar myndirnar voru góðar og þá sérstakleg brúðumyndin. Alls ekki hægt að segja að þetta hafi verið barnamynd, þar sem að umfjöllunarefni myndarinnar var um spillingu, valdagræðgi og stríð, en samt var nú slatti af krökkum á sýningunni og veit ég ekki alveg hvað foreldrar þeirra voru að spá. En sjálfsagt hafa þau haft gaman af ýmsu þarna, en talið var allt á ensku og enginn texti svo þau hafa nú varla skilið mikið.
14:38   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar