fimmtudagur, október 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Dagurinn í dag og THS
Ekkert markvert gerst svosem, bara svona venjulegur vinnudagur.
Á eftir er svona spurning um að kíkja í bíó eða eitthvað. Á morgun er svo októberfest þýskunema í stóra tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu háskólans og er svona spurning um að kíkja á það aðeins. Ég fór í fyrra og það er hægt að sjá hvernig það var hér á smugmuginu mínu. En ég keypti mér semsagt 2 bjóra í fyrra og rölti svo bara heim, enda voru þarna mestmegnis einhver líður úr háskólanum og þekkti ég ekki marga þar, bara einn og það var starfsmaður Veðurstofunnar með konunni sinni, sem vinnur í háskólanum.

Annars þá þarf að fara að endurskoða stuðlasetningar í THS. En menn hafa verið eitthvað svo ragir við að tippa að þetta endar bara með einhverjum sjálfvalsseðli, en 2 umferðir með 8 réttum getur ekki talist gott þegar menn með eitthvað bestunar eitthvað eru að vinna í þessu og legg ég til að menn reyni að minnsta kosti að setja eitt 50% merki á eitt merki.

Ég prófaði t.d. á síðasta seðli að setja 20 20 60 á fyrsta leik og restin var 20 60 20 og hefði það gefið 11 rétta. Ástæðan fyrir því að það var 20 20 60 í fyrsta leik voru bara mistök, en engu að síður þá var þetta mun betri árangur heldur en það sem við gerðum sjálfir. Væri æskilegt að tölfræðideild THS gerði einhverskonar úttekt og jafnvel leggðist í tilraunir með hvernig best væri að haga stuðlum og leggi það svo fyrir knattspyrnuráð og öldungadeild.

Einnig legg ég til að menn verði búnir að undirbúa sig fyrir næsta fund vel og vandlega, jafnvel að menn skoði síðustu umferðir og lesi sig til um hvað hafi gerst í vikunni, hvort menn séu meiddir o.þ.h.

OG HANANÚ!!!
    
Þetta er klárlega mál sem þarf að skoða nánar á fundinum á morgun og því verða menn að gefa sér smá tíma í þetta á morgun. Við höfum ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum okkar við 1X2 og er ég sammála Hjölla um að við vorum allt of linir á stuðla síðast, nokkrir leikir hefðu mátt auka líkur á og draga aðeins úr úti sigrum. T.d. þarf að endurskoða 40-30-30 stuðulunn mjög vel og 50-30-20 stuðulinn. Í mörgum tilfellum eins og síðast þá hefðum við átt að færa 50-30-20 stuðulinn upp í 65-25-10 og þar sem heimaliðið vann í þau skipti þá hefðum við amk hoppað aðeins upp.
09:00   Blogger Árni Hr. 

Er málið ekki bara að þið voruð að setja vitlausa stuðla? Ef við álítum að það séu 50% líkur á heimasigri eigum við þá að setja 65% ?
09:07   Blogger Joi 

Ég er nokkuð sammála Pálma - minni á að í vor vorum við mjög háir í hópleiknum þó við hefðum ekki verið að taka þátt í evrópukeppnunum með þessari aðferð.
Ég er líka sammála því að auka upphæðina í hverri viku en það er einn maður á móti því og því ekki forsendur til þess.
09:33   Blogger Joi 

Mig grunar hvern Jóhann er að vitna í og mótmæli ég þessum ummælum harðlega þar sem þetta er ekki rétt hjá honum.
22:11   Blogger Árni Hr. 

Mótmælir þú hverju, að það sé einn maður sem vill ekki tvöfalda upphæðina í hverri viku?
09:46   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar