Myndir frá Nesjavöllum
Við Sonja fórum í bíltúr á sunnudaginn og keyrðum til Nesjavalla og Þingvalla (þar sem við hittum Hjöll og Matt). Við tókum nokkrar myndir og hérna er hægt að sjá nokkrar af mínum myndum. Sonja montar sig sjálfsagt af sínum líka við tækifæri. Check it!
|
Fínar myndir, enda veðrið alveg frábært þennan dag. Verst að ég gleymdi batteríinu úr myndavélinni heima og því ekki með neinar myndir frá þessum annars alveg ágæta degi.
11:39 Hjörleifur
Ég monta mig AAAALDREI!
11:57
Til hamingju með vélina - hvenær fer fram fyrsta kennslustund þar sem ég mun fara með þér yfir grundvallaratriðin eins og að kveikja á vélinni og taka mynd?
16:01 Joi
Innilegar hamingjuóskir frá mér og megi nýja apparatið veita þér ómælda ánægju þangað til að það verður úrelt og þú færð þér eitthvað annað apparat sem gerir nákvæmlega það sama og þetta, en er bara eitthvað betra eða flottara eða eitthvað.
16:05 Hjörleifur
|
|