Ekkert og Stealth
Ekkert merkilegt að gerast þessa dagana. Fór nú reyndar á Stealth á þriðjudagskvöldið og var þetta svona allt í lagi mynd. Flott flugatriði og frábær myndataka, en söguþráðurinn frekar þunnur og allir gömlu frasarnir teknir upp og allt mjög fyrirsjáanlegt hvað það varðaði. En samt allt í lagi að sjá hana. Eiginlega verður maður að sjá hana í bíó því hljóðið er mjög flott í myndinni og náttúrulega mun flottara að sjá miklar sprengingar á stóru tjaldi heldur en í sjónvarpinu.
Gef þessari mynd 2* (ein fyrir að mér leiddist ekkert á henni og hin fyrir flott flugatriði og myndatöku)
Núna ætla ég að fá mér heitt kakó og fara svo að sofa.
|