Jólahlaðborð
Jæja nú styttist í að við þurfum að panta jólahlaðborðið á Perlunni. Við þurfum að fara að velta fyrir okkur dagsetningum. Ég er búinn að skoða mín mál og eru allar líkur til þess að ég verði heima jól og áramót. Dagsetningar sem mögulegt er að nýta - athugasemdir velkomnar: Fyrir jól: 16, 17 og 22 des. Ef við höfum þetta fyrir jól þá er 17 des að sjálfsögðu besta dagsetningin. Eftir jól: 27-29 des - engin helgi þar þar sem 30 er á föstudegi og 31 á laugardegi. Nú þurfum við að heyra í mönnum og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni, Guðjón kannski lætur okkur vita hvenær hann verður á landinu, skilst að hann verði sennilega ekki fyrir jól og spurning hvenær hann mætir fyrir áramót þá.
|
Ég kemst hvenær sem er, hvenær sem er!
17:05 Joi
Hæ,
ennþá ekki alveg ákveðið, en örugglega ekki fyrir jól. Komum líklega að kvöldi 26. eða 27. des og förum heim aftur fljótlega eftir áramót.
kveðja Guðjón
18:39
|
|