Annað sem mér datt í hug, en það er að nú er EM í handbolta að byrja og gaman væri að sjá comment frá fólki um hvaða sæti við komum til með að lenda í á þessari stórhátíð íþróttaáhugamanna.
Sjálfur er ég að reikna með að 5-6 sé mjög raunhæft, en við ættum með góðu móti að komast í 4 liða úrslit, en það kemur reyndar strax í ljós í kvöld þar sem við verðum eiginlega að vinna slóvenana og fara með fullt hús stiga í milliriðil. Þar þurfum við í raun bara að vinna serbana eða Pólverja (ætti að reddast) og ná stigi af þjóðverjum eða Frökkum.
|