miðvikudagur, janúar 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Búinn að tala við neytendasamtökin og konan þar ætlar að hringja í tölvulistann og kanna málið fyrir mig. Málið er í stuttu máli það að prentarinn var alveg dauður og ég skellti honum í viðgerð og þeir ætla að rukka mig um 9000 kr. þó hann sé í ábyrgð en það er fyrir klukkutíma vinnu Nýherja við að skipta út 4 blekhylkjum sem voru reyndar ekki búin. Óþolandi þessir gaurar sem vinna hjá Tölvulistanum, stráklingar sem hlusta ekki á rök og tönglast bara á því að ég verði bara að borga. Ætli ég endi ekki á því að þurfa bara að borga allan brúsann ..... urrrrrrrrrrrrrrrr!

Annars er verð ég á Salza námskeiði mánudag til fimmtudags í þessari viku og er kennt í 1,5 klst í hvert skipti. Strákur frá kúbu og sprunda frá DK kenna þetta og eru þetta bara fínir kennarar. Fullt af fólki og held ég að það sé heil hárgreiðslustofa þarna en það eru Simbi, Svavar tískulögga og slíkt ágætis fólk.

Annars er ég núna að sortera filmurnar mínar en Sonja settu þær allar fyrir mig í plast til að setja í albúm og núna þarf ég að raða þessu í rétta tímaröð. Ótrúlega erfitt að átta sig á sumum hlutum því það eru óendanlega margar myndir af djúseríi frá Laugarveginum og Skúlagötunni, og þetta rennur allt saman í eitt.

Ég er búinn að selja Særúnu litlu myndavélina mína og núna á ég "bara" eina myndavél og geri ég ráð fyrir að selja Hjölla hana fljótlega. Þá þarf ég að kaupa mér nýjar myndavélar og eru þessar að koma sterklega inn:

Sony T1 (lítil myndavél á stærð við kreditkort)
Sony 828 (nýja útgáfan af stóru vélinni minni)
Canon D300 (DSLR alvöru myndavél)
Nikon D70 (DSLR myndavél sem er að koma á markaðinn)


Ætli ég kaupi ekki bara T1 og 828 vélarnar og síðan D300 eða D70 eftir c.a. ár.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar