miðvikudagur, janúar 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Eftirtaldir diskar hafa verið í hlustun hjá mér undanfarið:
Bang Gang - nýji diskurinn venst ótrúlega vel. Var ég einhvern tímann búinn að segja að Barði væri snillingur, já ég held það og ég segi það aftur, snillingur...
Heiða og Heiðingjarnir - Nýtt efni frá Heiðu úr Unun, þetta er bara ansi gott efni hjá þeim, maður getur flokkað þetta í popp, rokk og pönk. Lögin mjög mismunandi og myndi ég halda að Hjölli myndi fíla þennan disk vel.
Einar Örn Ben - Ghostdigital - já þetta er tilraunastarfsemi af hárri gráðu. Krefst þolinmæði og sennilega er ég eini slembarinn sem myndi hafa gaman af þessu - en krefst einbeitingu.

Já þetta voru nokkrir diskar sem hafa verið í roteringu hjá mér - mæli með Bang Gang og Heiðu. Mér finnst Bang Gang venjast svipað og Ske gerði hér um árið, því oftar sem ég hlusta á hann því betri verður hann. Sum lögin eru bara snilld og nefni ég m.a. Contradiction sem ég fíla í tætlur.

Jói hvað segir þú um þennann disk - ég veit að þú hefur verið að hlusta aðeins á hann.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar