Þetta er málið. Í haustferð veðurstofunnar fórum við í Þórsmörk. Ég svaf í þessum græna poka. Um kvöldið þegar ég var að fara að sofa var jörðin auð og stjörnubjart. Um nóttina snjóaði svo aðeins, en snjórinn bráðnaði bara af pokanum mínum, en bakbokinn varð frekar hvítur. Ég vaknaði svo um morguninn þegar ég rak hausinn aðeins út úr pokanum og fékk nokkur snjókorn framan í mig. Myndina tók Sigurlaug Hjaltadóttir og hefði þessi mynd sómað sér vel í keppninni hér um daginn og uppfyllir vel skilyrðið "Maður og Náttúra".
|