laugardagur, janúar 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Fín áramót að baki og ég skemmti mér mjög vel. Við Hjölli vorum í góðu yfirlæti hjá Ánna og frú og var borðaður góður matur og mikið drukkið. Síðan var haldið á Iðnó um nóttina og var tjúttað þar fram undir morgun.

Núna er ég að læra undir prófið sem verður á mánudaginn, og verð ég bara að segja að ég er ekki í neinu lærdómsstuði. Vildi heldur vera að gera flest annað og mjög, mjög erfitt að halda sér við efnið. Þetta er líka þannig áfangi að mér finnst erfitt að læra undir hann ... þ.e. mjög fræðilegur og ég skil ekki alveg efnið sem heild, hvað þá einstaka hluta í því. Ég er núna að lesa um Turing vélar og allskonar sannanir á því hvaða algórithma er hægt að leysa með reiknivélum og hvernig á að sanna það og í hvaða stigi flækjuflokkarnir eru. Þetta er um 5% að efninu þannig að nógu verður að taka í dag, á morgun og á mánudaginn. Prófið verður síðan kl. 16 á mánudaginn og ég hef nú trú á að ég nái nú að krafsa mig fram úr þessu ... enda með afbrigðum snjall strákurinn.

Ég er uppi í skóla og geri ráð fyrir að vera hérna til c.a. 21 eða 22 og fara þá upp á Kjalarnes og horfa með Sonju á eina mynd og fara síðan að sofa. Hún er reyndar veik og spurning hvort ég smitist ekki bara og verði veikur í prófinu :-)

Ég vill nota tækifærið og óska Ánna til hamingju með smuggamuggið sitt og skora á hann að setja inn myndirnar úr Perlunni inn, núna um helgina. Held að það hafi verið nokkrar góðar myndir þar.

Jæja, gengur ekki lengur .... verð að halda áfram að vinna á þessu torfi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar