Fór í banka í morgun til að borga himinháa Eurocard skuld - kom inn og voru þá þrír á undan mér. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það fólk sem mætir í bankann í spjallstuði, spjalla við gjaldkerann, dunda sér við að greiða reikninga osfrv. Ég skil ekki af hverju er ekki hraðgjaldkeri (2 items and less) þar sem menn eins og ég sem koma með einn til max 2 reikninga og vilja bara borga og fara.
Beið og beið eftir því að fólk var bara að dunda sér - þetta á meira að segja ekki bara við gamalt fólk sem hefur ekkert að gera og fer því í bankann að skipta þúsund krónunum í einn 500 kr. seðil og 5 x100 kr.
Daginn eftir eru þau mætt með 500 kr. seðilinn og skipta honum. Ég átta mig ekki á þjónustugildi bankans í þessu tilviki - það voru möguleikar fyrir 5 gjaldkera og bara 2 að vinna (NB! kl. var 11). Hvar er restin af fólkinu, miðað við alla þessa blessuðu vexti sem ég borga þá vil ég nú fá góða þjónustu.
Nú úr einu í annað þá er ég loks búinn að verða mér úti um nýja vefmyndavél sem verður sett upp í kvöld - þá verður maður beintengdur DK. Fékk Logitech vél á 74999 kr sem var ágætis díll - hann sagði að þetta væru fínar vélar.
Einnig mætti ég í tennis í gær - þar náði Jói að koma sér í þægilega stöðu á móti mér og Hjölla, þ.e. 5-1, en viti menn HS og ÁHH náðu að vinna næstu 6 sett og endaði þetta 5-7 fyrir okkur. Síðan spilaði ég einn á móti strákunum og gekk ágætlega fyrst en svo varð minn þreyttur og þá fór nú allt niður á við. Sem betur fer kláraðist þetta ekki, endaði í tie break í 5-2 fyrir strákan þ.a. ég mæti ekki næst og þá er þetta gleymt og ekki tap hjá mér :)
Í dag er þrettándinn og ætlaði ég að nýta tækifærið og fara í mat hjá tengdó og fá mér svínahrygg - yummi yummi.
|