mánudagur, janúar 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Gleðilegt ár. Sólarhringurinn er bara kominn í eitthvert rugl og ég er ekki alveg búinn að ná áttum. Hef sofið undanfarið langt fram eftir og í nótt ætlaði ég aldrei að geta sofnað. Klukkan var langt gengin í 4 þegar ég leit síðast á klukkuna. Rétt um hálf 6 vaknaði ég, þar sem að 2 eða 3 kettir settu upp söngleik í garðinum, sem endaði með því að nágranninn fór út og sussaði á þá, það virkaði og sofnaði ég fljótt aftur. Að vakna var svo bara eins og einhver sjálfspíning, en drullaðist samt fram úr rétt um hálf 10 í morgunn, fór í sturtu og reyndi eitthvað að hressa mig við. Nú er ég bara með hausverk af svefleysi og ákaflega daufur og dofinn.

Af öðrum málum, þá var ég að prófa þennan þýðingarvef . Til að prófa hann aðeins þá skrifaði ég þennan texta inn: "A very strange man came walking down the street and fell on the ground." Þýddi hann yfir á spænsku og svo þann texta (þar sem ég skil ekki spænsku) aftur yfir á ensku og fékk þá þetta út: "A man very strange wine walking under the street and fell in the Earth."
Það er því ekki furða að Spánverjar eigi stundum erfitt með að skilja menn sem eru á fylleríum á sólarströndunum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar