Gleymdi að segja frá því að ég horfði á svínasúpuna á Stöð 2 í gær og ég verð bar að segja að þetta var mjög góður þáttur ... mjög ánægður með hann. Væri til í að eiga þessa þætti á tölvutæku formi eða DVD (hvenær sem það kemur nú út). Sakna reyndar líka Gnarrenburg sem voru á stöð 2 fyrir um ári síðan, ég væri frábært ef einhver ætti þá þætti á tölvutæku formi.
Hlustaði töluvert á Rás 2 í gær og ég var búinn að gleyma því hvað þetta er í raun skemmtileg útvarpsstöð ... skemmtilegar umræður um skaupið og opinberun Hannesar sem fá báðar arfaslaka dóma. Síðan var þátturinn Sýrður rjómi þar sem var verið að velja bestu plötur ársins og spila úr þeim, og þar var margt á boðstólnum sem ég hef aldrei heyrt nefnt áður.
|