þriðjudagur, janúar 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Hér er eitthvað sem Jói kannast við: Browser of the Year. Annars þá er nú margt á þessum lista sem ég nota mjög reglulega, fyrir utan leikina og póstforritið og eitthvað annað smávægilegt og svo nota ég meira Gnome heldur en KDE, enda er Gnome mun hraðvirkara, en KDE er flottara, en það er skrifað í QT, en það er norskt forritunarmál sem var búið til í sambandi við olíubraskið hjá nossurunum og er enn í sókn þó að það séu nú ekki margir sem þekkja það.
LinuxQuestions.org - 2003 LinuxQuestions.org Members Choice Award Winners - where Linux newbies come for help

Það verður erfitt að toppa þetta nördablogg og ég biðst afsökunar á þessu, en ég er bara ekki með sjálfum mér í dag, þar sem að ég svaf frekar undarlega í nótt, náði eiginlega aldrei að fá góðan svefn í langan tíma þar sem að það var alltaf einhver að koma í heimsókn í "litla" Kaffi Austurstræti. Þegar klukkan var 4 eitthvað í nótt var dyrabjöllunni hringt þó nokkuð oft, en ég var bara alls ekki að nenna framúr til að segja einhverjum róna að hann sé að villast á íbúðum, enda leið skömm stund þar til að það fólk sem var að hringja bjöllunni rataði á réttan stað. Þegar klukkan var að ganga 8 í morgunn var fólk enn að koma og þá svaraði yfirróninn á heimilinu "Góða kvöldið, gangið í bæinn". Eftir það sofnaði ég aftur og svaf til rúmlega 10 í morgunn og var kominn í vinnuna upp úr hálf 11.
Við í húsinu ætlum að halda húsfund nú mjög fljótlega og reyna gera eitthvað í þessum málum því annars má alveg eins búast við því að þetta verði bara verra og verra, en það er einmitt það sem þetta virðist stefna í. Svo framundan er eitthvert lögfræðivesen og leiðindi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar