fimmtudagur, janúar 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Jú, Ánni það er rétt að þessi Bang Gang diskur er mjög, mjög góður og var ég einmitt að hlusta á hann í gær. Barði er mikill snillingur og þessi plata er konfekt fyrir eyrun og er að mínu mati mjög fjölbreytt. Núna er ég að hlusta á The Funerals og mun koma með dóm síðar.

Ég var frekar aktívur í gær, og spurning að hafa aftur tímastöðublögg:
08:59 Mættur til vinnu.
11:50 Fór með Kidda vini mínum á Indókína þar sem málin voru rædd og borðaður ágætis matur.
13:30 Mættur aftur til vinnu.
16:30 Fór heim því Sonja var bíllaus og þurfti að skjótast eitthvað.
16:40 Byrjaði að vinna heima.
17:30 Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn mætti í sendiferðabíl og hann var borinn inn í eldhús og ég tók mér bor í hönd og gerði gat á eldhúsinnrættinguna fyrir snúrurnar og tengdi gripinn og kom honum fyrir.
18:10 Setti í fyrsta skipti í uppþvottavélina og setti í gang og mér til mikillar furðu fór hún í gang og byrjaði að þvo.
18:15 Tók til aðeins í íbúðinni.
19:45 Vin Sonja fórum á Pizza Hut og fengum okkur að borða ágætis pizzu og kók með. Fyrir utan hittum við Sigurð aðalgagnrýnanda en hann hafði verið að borða á PH með fjölskyldu sinni og væntanlega að undirbúa pistil um veitingahúsagagnrýni.
21:00 Héldu í Smáralind og keyptum þar 7 miða á LOTR:ROTK í lúxussal þann 17. jan kl. 18.
21:15 Sáum að Intersport var opið og við kíktum inn og versluðum okkur í heildina vörur upp á 21.000 krónur (sem áttu reyndar að kosta 45.000). Ég keypti mér skó, 3 boli, tennisspaða o.flr.
22:59 Mættum í Bíóhöllina og fórum á myndina Love Actually sem ég mæli eindregið með. Kona Pálma var þar líka og var að fara á sömu mynd með vinkonu sinni.
01:30 Mættur heim og fór að sofa.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar