Jæja framhald varð - kominn í vinnuna og er að borða morgunmat og blogga. Þetta var nú ekkert rosalegur stormur - smá snjór á götum úti en fært alls staðar.
Annars var Idol "partýið" mjög vel heppnað, borðaður var kvöldmatur saman (borgari frá pulsubarnum), síðan fengum við okkur heitt kakó með rjóma og heimabakaða köku og kleinur (ekki heimabakaðar þó). Mjög gaman að þessu í gærkveldi.
Mæting var góð, Jói, Oddgeir, Hjölli, ég, EE og Brynhildur. Í kvöld verður svo farið í bíó á Lord III.
Annars er utanlandferð minni að seinka eitthvað, mögulega fer ég ekki af stað fyrr en í byrjun febrúar, en þetta ætti nú að vera komið nokkurn veginn á hreint á mánudag.
|